Starfsábyrgðatrygging
byggingastjóri tryggir verkið í sínu tryggingafélagi, þar ber að nefna heildarupphæð verks, og verktíma, og stjórnast gjaldið af því. staðfestingu sendir byggingastjóri svo til byggingafulltrúa
Hönnunarstjóri
hönnunarstjóri, sem yfirleitt er arkitekt hússins, þarf að senda yfirlit um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar, um ábyrgð einstakra hönnuða og áritun sína til staðfestingar á því.
Byggingaleyfisgjald
eigandi þarf að greiða byggingaleyfisgjald,ásamt öðrum tilskyldum gjöldum, til að fá útgefið byggingaleyfið. Og þá er hægt að hefja framkvæmdir.