Húsaverk ehf var stofnað árið 2008 af hjónunum Guðsteini Halldórsyni og Guðlaugu B. Þórarinsdóttur.   Guðsteinn er húsasmiðameistari og byggingaiðnfræðingur að mennt, og hefur starfað í byggingageiranum í áratugi.  Árið 1997 stofnaði hann ásamt félaga sínum Smíðaþjónustuna ehf, og seldi Guðsteinn síðan sinn helming í fyrirtækinu 2011,  á árunum 2013-2020 starfaði Guðsteinn sem framkvæmdastjóri Viðhalds og Nýsmíði ehf .  Guðsteinn hefur því farið bæði með framkvæmdastjórn fyrirtækja, ásamt byggingastjórn og umsjón á ýmsum verkefnum, verkefnastjórnun og framkvæmdaeftirlit, ásamt því að hafa mjög mikla þekkingu og reynslu í byggingum sem húsasmiðameistari. Guðsteinn og Guðlaug hafa innréttað þónokkur heimili, og heilsárshús, ýmist með innanhúshönnuðum, eða upp á sínar eigin spýtur ,   einnig hafa þau hjónin hannað sameiginlega og smíðað húsgögn úr bæði stáli og tré.