MYNDIR FRÁ NÝBYGGINGU Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU


 

Byggingastjórinn hefur í mörgu að snúast eins og gefur að skilja, og þarf því að vera á varðbergi gagnvart ýmsum atriðum, eins og að fá alla þá  sem koma að verkinu til að sinna sínum störfum í þeirri röð sem hentar framkvæmdinni, ásamt því að aðgæta að allt efni og allar pantanir séu til staðar og tilbúnar þegar á þeim þarf að halda.

Húsaverk ehf sá um byggingastjórn á þessu stórskemmtilega verkefni..   Sjóböðin í Hvammsvík.  Verktíminn var skammur, eða frá maí. 2021 og til júlíloka 2022.

Góð samstaða og samvinna var milli allra iðnaðarmanna sem komu að verkinu. Og byggingastjóri verksins getur ekki annað en hrósað öllum þeim aðilum sem komu að verkinu.